sunnudagur, nóvember 20

Hugrennsli

Núna er klukkan 16:51 skv. mínum mælingum. Götuljósin eru fyrir löngu tekin aftur til starfa eftir stutta hvíld sem þau fengu meðan enn lifði ljóstýra frá sólu á landinu og langt er síðan að rökkrið náði yfirhöndinni í sífelldri baráttu dags og nætur. Ég er búinn að eyða drjúgum hluta helgarinnar í skrif eðlisfræðiskýrslu og útlit er fyrir að haldið verði áfram eitthvað inn í nóttina. Nú rétt í þessu mátti heyra himnana falla og steypidemba barði réttláta sem rangláta hér fyrir utan gluggann. Ég kann ekki að meta þetta...

Engin ummæli: