fimmtudagur, nóvember 17

Artí-Ásgeir

Síðastliðna tvo daga hefi ég gert tvo mjög artí hluti.

Annars vegar pantaði ég mér diska af amazon.com sem voru sjúkt indí og töff.

Ef að ég væri hálfviti eins og svo mörg gimp sem að halda að þau séu sjúkt indí mundi ég hér koma með listann yfir þær plötur sem ég pantaði. Hver sá er læsi þessa síðu mundi falla í stafi yfir mikilfengleikanum og tilbiðja mig sem indíguð, því jú, ég væri svo sjúkt indí.

Eða ekki.

Allavega. Í það minnsta tel ég sjálfan mig ekki vera hálfvita (það væri nú nokkuð slæmt ef maður væri sjálfur viss á því) og því vil ég forðast að gera hluti sem ég skilgreini sem hálfvitalega. Ég ætla því alfarið að sleppa því að nefna hvaða diska ég keypti, mér nægir að eiga það fyrir sjálfan mig en þið megið þó vita það að ég er helvíti sáttur við valið. Ef e-r þarna úti er hins vegar mjög áhugasamur um hvaða diskar urðu fyrir valinu er sjálfsagt fyrir þann hinn sama að panta hjá mér viðtalstíma, ég ætti að vera laus e-n tímann á vormisseri 2007.

Nú er ég búinn að eyða e-m mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Þeir sem hafa e-ð við það að athuga geta hoppað upp í stað þar sem sólin aldrei skín, þ.e. Ísland um þessar mundir.

Talandi um sólina. Er þetta veður hérna e-ð djók? Samfelldu þriggja ári hlýindaskeiði lokið, einmitt meðan að ég er á landinu. Ég er farinn út á bílastæði að ræsa bílinn til að hafa hann í gangi yfir nóttina, það skiptir máli að hver og einn leggi sitt fram við að gera veg gróðurhúsaáhrifanna sem mestan. Þetta er ekki það sem að hipparnir lofuðu mér þegar þeir héldu fundinn á kommúnunni sem ég bjó á um umhverfismál.


Hinn artíhluturinn sem ég gerði var að ég mætti á ljóðakvöld áðan á Café Rósenberg. Því miður voru skæruliðarnir í S-Ameríku ennþá með alpahúfuna mína en dökku sólgleraugun mín gat ég notað sem betur fer. Ég saknaði Megasar þó sárlega á þessu kvöldi en þar las Henrik Garcia, bróðir Andy Garcia leikara, upp úr eigin ljóðum.

Nú er ég búinn að eyða enn fleiri mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Mál er að linni. Nú mun hún sökkva.

Engin ummæli: