mánudagur, nóvember 28
Desire
Ekki einatt er platan Desire með Bob Dylan sígilt meistaraverk heldur er nafn hennar hið fegursta er ég veit um á nokkurri plötu.
sunnudagur, nóvember 27
Klukkan er eitt, nú verða sagðar veðurfréttir
Það er einhver nánast ólýsanleg notaleg tilfinning sem grípur um sig í manni þegar maður hlustar á veðurfréttir eftir miðnætti...
fimmtudagur, nóvember 24
Á Þakkargjörðardeginum 2005
Ég bý hér með öllum lesendum þessarar síðu til Þakkargjörðarkvöldverðar í kvöld. Boðið verður upp á smjörfylltan kalkún, trönuberjasósu og maukaðar kartöflur að ógleymdri graskersböku með rjóma í eftirrétt.
Ég vona að þið komið öll og fagnið með mér þessum merka degi í sögu þjóðarinnar!
Ég vona að þið komið öll og fagnið með mér þessum merka degi í sögu þjóðarinnar!
Dúndrandi
diskótaktur fyllir herbergið og berst út á götu. Þá vita gangandi vegfarandur að hinum megin við gardínurnar situr Ásgeir og leysir skilaverkefni í eðlisfræði...
miðvikudagur, nóvember 23
mánudagur, nóvember 21
Nú væri réttast
að fara út og draga tilbúna skýrslu mína að húni næstu flaggstangar og fara svo að sofa. Skynsemi hefur hins vegar ekki einkennt svefnvenjur mínar hingað til og því er réttast að fara að skoða göngustafi á ebay.com. Þess á milli má svo alltaf skoða skemmtilegar myndasögur á borð við þessa:
Síðasti bardaginn
Hermenn eru aðframkomnir að þreytu. Svo dögum saman hafa tvær fylkingar háð blóðuga baráttu sín á milli og nú er að duga eða drepast fyrir báða aðila. Í nótt mun lokaorustan fara fram. Áður en dagur rís mun önnur fylkingin rita nafn sitt á spjöld sögunnar en hin mun lúta í grasið og nafn hennar hverfur eins og döggin sem fylgir næsta morgni fyrir sólu. Skotfæri beggja bóga eru á þrotum og hvíldarlausir hermennirnir skríða meðfram jörðinni og tína upp allt sem nothæft er af líkum félaga sinna. Sum bestu ungmenna landsins munu hér láta lífið en önnur snúa heim sem hetjur.
Nú heyrast herlúðrar þeyttir. Í fjarska má greina að síðasta kókdósin hefur verið opnuð. Eðlisfræðifræðiskýrsluritarar þeysast fram á ritvöllinn. Nú er að duga eða drepast...
Nú heyrast herlúðrar þeyttir. Í fjarska má greina að síðasta kókdósin hefur verið opnuð. Eðlisfræðifræðiskýrsluritarar þeysast fram á ritvöllinn. Nú er að duga eða drepast...
sunnudagur, nóvember 20
Mikið andskoti
er hann Bob Dylan góður. Bootleg diskarnir hans sem hafa verið að laumast út á almennan markað síðustu árin eru með því betra sem eyru mín hafa fengið að njóta síðustu mánuði.
Hugrennsli
Núna er klukkan 16:51 skv. mínum mælingum. Götuljósin eru fyrir löngu tekin aftur til starfa eftir stutta hvíld sem þau fengu meðan enn lifði ljóstýra frá sólu á landinu og langt er síðan að rökkrið náði yfirhöndinni í sífelldri baráttu dags og nætur. Ég er búinn að eyða drjúgum hluta helgarinnar í skrif eðlisfræðiskýrslu og útlit er fyrir að haldið verði áfram eitthvað inn í nóttina. Nú rétt í þessu mátti heyra himnana falla og steypidemba barði réttláta sem rangláta hér fyrir utan gluggann. Ég kann ekki að meta þetta...
Jólagjöfin í ár?
Það væri nú ekki amalegt að eiga eins og einn svona göngustaf:
Slíkir göngustafir bjóða upp á ómælanlegar ánægjustundir við það að eitt að pota í fólk með sér, nauðsynlegt að hafa til að dreifa huganum frá prófaundirbúningi og öðrum þjáningum sem hinn önnum kafni námsmaður þarf að ganga í gegnum...
Slíkir göngustafir bjóða upp á ómælanlegar ánægjustundir við það að eitt að pota í fólk með sér, nauðsynlegt að hafa til að dreifa huganum frá prófaundirbúningi og öðrum þjáningum sem hinn önnum kafni námsmaður þarf að ganga í gegnum...
Munaður
Líklegast játa flestir lesendur þessarar færslu því að hafa e-n tímann á lífsleiðinni fengið sér sopa af gleðidrykknum Kóka-Kóla (eða Coca-Cola eins og þeir skrifa er gorta sig af ágætri þekkingu á enskri tungu). Sjálfur nýt ég þess oft að láta sykurinn leika um æðar mínar en upp á síðkastið hef ég bryddað upp á þeirri nýbreytni að skera eins og eina sítrónusneið og bæta út í löginn. Hvet ég alla þá er vantar ef til vill smá krydd í grámóðu hversdagsleikans eindregið til að leika þetta eftir, það er löngu kominn tími á að einokun veitingahúsa á að láta sítrónusneiðar fylgja hverju keyptu kókglasi linni.
laugardagur, nóvember 19
Við skýrslugerð
Líklegast er það draumur fárra að eyða laugardagskvöldi í skýrslugerð í eðlisfræði. Þá er aðeins eitt í stöðunni, nefnilega það að hlusta á blússandi 80's tónlist. Sem er einmitt það sem ég er að gera núna...
fimmtudagur, nóvember 17
Artí-Ásgeir
Síðastliðna tvo daga hefi ég gert tvo mjög artí hluti.
Annars vegar pantaði ég mér diska af amazon.com sem voru sjúkt indí og töff.
Ef að ég væri hálfviti eins og svo mörg gimp sem að halda að þau séu sjúkt indí mundi ég hér koma með listann yfir þær plötur sem ég pantaði. Hver sá er læsi þessa síðu mundi falla í stafi yfir mikilfengleikanum og tilbiðja mig sem indíguð, því jú, ég væri svo sjúkt indí.
Eða ekki.
Allavega. Í það minnsta tel ég sjálfan mig ekki vera hálfvita (það væri nú nokkuð slæmt ef maður væri sjálfur viss á því) og því vil ég forðast að gera hluti sem ég skilgreini sem hálfvitalega. Ég ætla því alfarið að sleppa því að nefna hvaða diska ég keypti, mér nægir að eiga það fyrir sjálfan mig en þið megið þó vita það að ég er helvíti sáttur við valið. Ef e-r þarna úti er hins vegar mjög áhugasamur um hvaða diskar urðu fyrir valinu er sjálfsagt fyrir þann hinn sama að panta hjá mér viðtalstíma, ég ætti að vera laus e-n tímann á vormisseri 2007.
Nú er ég búinn að eyða e-m mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Þeir sem hafa e-ð við það að athuga geta hoppað upp í stað þar sem sólin aldrei skín, þ.e. Ísland um þessar mundir.
Talandi um sólina. Er þetta veður hérna e-ð djók? Samfelldu þriggja ári hlýindaskeiði lokið, einmitt meðan að ég er á landinu. Ég er farinn út á bílastæði að ræsa bílinn til að hafa hann í gangi yfir nóttina, það skiptir máli að hver og einn leggi sitt fram við að gera veg gróðurhúsaáhrifanna sem mestan. Þetta er ekki það sem að hipparnir lofuðu mér þegar þeir héldu fundinn á kommúnunni sem ég bjó á um umhverfismál.
Hinn artíhluturinn sem ég gerði var að ég mætti á ljóðakvöld áðan á Café Rósenberg. Því miður voru skæruliðarnir í S-Ameríku ennþá með alpahúfuna mína en dökku sólgleraugun mín gat ég notað sem betur fer. Ég saknaði Megasar þó sárlega á þessu kvöldi en þar las Henrik Garcia, bróðir Andy Garcia leikara, upp úr eigin ljóðum.
Nú er ég búinn að eyða enn fleiri mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Mál er að linni. Nú mun hún sökkva.
Annars vegar pantaði ég mér diska af amazon.com sem voru sjúkt indí og töff.
Ef að ég væri hálfviti eins og svo mörg gimp sem að halda að þau séu sjúkt indí mundi ég hér koma með listann yfir þær plötur sem ég pantaði. Hver sá er læsi þessa síðu mundi falla í stafi yfir mikilfengleikanum og tilbiðja mig sem indíguð, því jú, ég væri svo sjúkt indí.
Eða ekki.
Allavega. Í það minnsta tel ég sjálfan mig ekki vera hálfvita (það væri nú nokkuð slæmt ef maður væri sjálfur viss á því) og því vil ég forðast að gera hluti sem ég skilgreini sem hálfvitalega. Ég ætla því alfarið að sleppa því að nefna hvaða diska ég keypti, mér nægir að eiga það fyrir sjálfan mig en þið megið þó vita það að ég er helvíti sáttur við valið. Ef e-r þarna úti er hins vegar mjög áhugasamur um hvaða diskar urðu fyrir valinu er sjálfsagt fyrir þann hinn sama að panta hjá mér viðtalstíma, ég ætti að vera laus e-n tímann á vormisseri 2007.
Nú er ég búinn að eyða e-m mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Þeir sem hafa e-ð við það að athuga geta hoppað upp í stað þar sem sólin aldrei skín, þ.e. Ísland um þessar mundir.
Talandi um sólina. Er þetta veður hérna e-ð djók? Samfelldu þriggja ári hlýindaskeiði lokið, einmitt meðan að ég er á landinu. Ég er farinn út á bílastæði að ræsa bílinn til að hafa hann í gangi yfir nóttina, það skiptir máli að hver og einn leggi sitt fram við að gera veg gróðurhúsaáhrifanna sem mestan. Þetta er ekki það sem að hipparnir lofuðu mér þegar þeir héldu fundinn á kommúnunni sem ég bjó á um umhverfismál.
Hinn artíhluturinn sem ég gerði var að ég mætti á ljóðakvöld áðan á Café Rósenberg. Því miður voru skæruliðarnir í S-Ameríku ennþá með alpahúfuna mína en dökku sólgleraugun mín gat ég notað sem betur fer. Ég saknaði Megasar þó sárlega á þessu kvöldi en þar las Henrik Garcia, bróðir Andy Garcia leikara, upp úr eigin ljóðum.
Nú er ég búinn að eyða enn fleiri mínútum í tilgangslaust raus sem öllum er sama um. Mál er að linni. Nú mun hún sökkva.
Tilhlökkun
Ohhh hvað ég get ekki beðið eftir næsta sunnudagskvöldi, að sjá í hvaða ævintýrum Kalli og læknaneminn lenda næst í með þvottavélina hennar Möggu er það sem gefur lífi mínu gildi! Ef ekki væri fyrir Kalla Café væri líkaminn á hraðri leið niður af Golden Gate brúnni þessa stundina, en sálin þegar glötuð tilgangsleysi lífsins.
sunnudagur, nóvember 13
sunnudagur, nóvember 6
Að loknu prófkjöri
Öllum að óvörum kom í ljós í gærkvöldi að vinur einkabílsins, Eggert Páll, náði ekki inn á lista 15 efstu manna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær og í fyrradag. Til að reyna að létta lund hryggra lesenda hef ég því ákveðið að birta hér á síðunni póst sem ég sendi Eggert Páli [sic] síðastliðinn þriðjudag.
"
Sæll og blessaður!
Okkur félagana langar endilega til að kíkja til þín í kaffi í
kosningamiðstöðinni e-n tímann á góðri stund áður en væntanlegt prófkjör
fer fram. Í okkur ólgar þrá um að fræðast um stefnumál þín auk þess sem
löngun eftir því að komast hver maðurinn á bakvið hinn margrómaða Eggert
Pál er í raun og veru blundar í okkur öllum. Það væri því óskandi að þú
gætir séð þér fært um að svara mér til baka hvenær þú munt heiðra
kosningaskrifstofuna með nærveru þinni svo við getum komið heimsókn til
þín inn í þéttskipaða stundaskrá hins önnum þjakaða háskólastúdents.
Með von um góð viðbrögð,
Ásgeir
"
Eins og frægt er orðið varð það úr að við fórum í heimsókn til hans síðastliðinn fimmtudag og veitti hann okkur þar sælgæti eins og höfðingjum einum er lagið. Nú geta aðdáendur hans einungis vonað að hann láti mótlætið ekki á sig fá heldur komi tvíefldur til leiks inn í baráttuna að fjórum árum liðnum.
"
Sæll og blessaður!
Okkur félagana langar endilega til að kíkja til þín í kaffi í
kosningamiðstöðinni e-n tímann á góðri stund áður en væntanlegt prófkjör
fer fram. Í okkur ólgar þrá um að fræðast um stefnumál þín auk þess sem
löngun eftir því að komast hver maðurinn á bakvið hinn margrómaða Eggert
Pál er í raun og veru blundar í okkur öllum. Það væri því óskandi að þú
gætir séð þér fært um að svara mér til baka hvenær þú munt heiðra
kosningaskrifstofuna með nærveru þinni svo við getum komið heimsókn til
þín inn í þéttskipaða stundaskrá hins önnum þjakaða háskólastúdents.
Með von um góð viðbrögð,
Ásgeir
"
Eins og frægt er orðið varð það úr að við fórum í heimsókn til hans síðastliðinn fimmtudag og veitti hann okkur þar sælgæti eins og höfðingjum einum er lagið. Nú geta aðdáendur hans einungis vonað að hann láti mótlætið ekki á sig fá heldur komi tvíefldur til leiks inn í baráttuna að fjórum árum liðnum.
föstudagur, nóvember 4
þriðjudagur, nóvember 1
Það er nú ekki oft...
...sem mér finnst fólk hafa átt skilið að vera skotið en þessir komast ansi nálægt því...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)