Sideways
Ég fór í bíó á laugardaginn.
Upphaflega hugmyndin var að enda færsluna hérna. Það hefði verið einum of.
En já, Sideways reyndist vera besta mynd sem ég hef séð á árinu. Nú er mér það fullljóst að á öðru hvoru bloggi þessa dagana er verið að lofsyngja þessa mynd svo að ég ætla að sleppa því, læt nægja að veita henni full meðmæli mín. Það sem ég vildi hins vegar sagt hafa er að aldrei framar verða Merlot vín lögð inn fyrir varir mínar eftir þá kostulegu útreið sem þau fengu í myndinni. Það er ljóst að
Heimsborgararnir kunna örugglega að meta þessa mynd, allavega er víst að ónefndur kennari í MR kann að meta þessa mynd...
Píanókonsertar Rachmaninovs eru líka góðir. Sjóðheitar fréttir alveg ég veit, en oft er góð vísa of sjaldan kveðin. Hið sama á við um Elliot Smith. Og Bowie. Og Dylan. Ég hef oft velkst í vafa um hvort að hinir svokölluðu SACD (og nú hætta alveg örugglega einhverjir að lesa, en þeir sem héldu áfram komast að nokkru merkilegu) séu virkilega þess virði að kaupa, hvort að virkilega heyrist einhver munur á þeim og venjulegum diskum. Svarið er já. Þegar ég hlustaði á Simple Twist of Fate af Blood on the Tracks með Dylan í þessari SACD útgáfu sem ég var að fjárfesta í tók ég í fyrsta skipti eftir virkilegum mun. Þetta er einfaldlega besta upptaka af lagi sem ég hef heyrt. Nokkurn tímann. Sem er frábært.
Tónlistarmaður færslunnar: Bob Dylan.
Diskur færslunnar: Blood on the Tracks (1975)
Lag færslunnar: Simple Twist of Fate