mánudagur, janúar 31

Skamm skamm



Þeir afturhaldskapítalistatittir sem reynt hafa að draga Tímann og vatnið niður í svaðið ættu að skammast sín. Hið sama reikna ég með að gildi um þá sem reynt hafa að gera lítið úr verkum Þórbergs Þórðarsonar, í það minnsta byrja Bréfin til Láru hressilega...

laugardagur, janúar 29

Skúbb ársins



Sem ég var að hlusta á annan hluta annars píanókonsert Rachmaniovs sló það mig að lagið All by myself sem Celine Dion gerði frægt hér um árið er einungis poppuð útgáfa á verki Rachmaninovs. Hluta úr konsertnum má finna hérna, en heyra má undir lok þessa brots hluta af því sem sem stolið var.

Já, það má með sanni segja að heimurinn hafi orðið betri staður til að búa í við þessa uppgötvun...

föstudagur, janúar 28

Ég væri farinn að sofa...



... ef Funeral með Arcade Fire væri ekki svona suddalega góður diskur...

fimmtudagur, janúar 27

Tónlistargetraun



Inspirations have I none - just to touch the flaming dove
All I have is my love of love - and love is not loving

Gott lag af góðum diski...

miðvikudagur, janúar 26

Sideways



Ég fór í bíó á laugardaginn.

Upphaflega hugmyndin var að enda færsluna hérna. Það hefði verið einum of.

En já, Sideways reyndist vera besta mynd sem ég hef séð á árinu. Nú er mér það fullljóst að á öðru hvoru bloggi þessa dagana er verið að lofsyngja þessa mynd svo að ég ætla að sleppa því, læt nægja að veita henni full meðmæli mín. Það sem ég vildi hins vegar sagt hafa er að aldrei framar verða Merlot vín lögð inn fyrir varir mínar eftir þá kostulegu útreið sem þau fengu í myndinni. Það er ljóst að Heimsborgararnir kunna örugglega að meta þessa mynd, allavega er víst að ónefndur kennari í MR kann að meta þessa mynd...

Píanókonsertar Rachmaninovs eru líka góðir. Sjóðheitar fréttir alveg ég veit, en oft er góð vísa of sjaldan kveðin. Hið sama á við um Elliot Smith. Og Bowie. Og Dylan. Ég hef oft velkst í vafa um hvort að hinir svokölluðu SACD (og nú hætta alveg örugglega einhverjir að lesa, en þeir sem héldu áfram komast að nokkru merkilegu) séu virkilega þess virði að kaupa, hvort að virkilega heyrist einhver munur á þeim og venjulegum diskum. Svarið er já. Þegar ég hlustaði á Simple Twist of Fate af Blood on the Tracks með Dylan í þessari SACD útgáfu sem ég var að fjárfesta í tók ég í fyrsta skipti eftir virkilegum mun. Þetta er einfaldlega besta upptaka af lagi sem ég hef heyrt. Nokkurn tímann. Sem er frábært.

Tónlistarmaður færslunnar: Bob Dylan.
Diskur færslunnar: Blood on the Tracks (1975)
Lag færslunnar: Simple Twist of Fate

mánudagur, janúar 24

Frábær dagur



Fyrst útsala í Skífunni og svo kemur sendingin frá Amazon. 13 diskum ríkari mun maður hlusta á tónlist á næstunni...

fimmtudagur, janúar 20

Norðurljós



Það eiga víst að vera einhver svakaleg norðurljós í nótt. Held að ég skelli mér út og kíki.

Ég sé það núna að þessi færsla er frekar súr...

sunnudagur, janúar 16

Bloggað í punktum



  • Framúrskarandigeldingaberg stendur enn á gömlum merg svo að maður vitni í skáldið.

  • Heimsborgarakvöldið var mjög vel heppnað, elduð var dýrindis nautasteik og skálað fyrir Davíð Þorsteins.

  • Ónefndum aðila tókst að deyja á Pravda. Það var fyndið.

  • Mér tókst að elda góðan mat tvö kvöld í röð

  • Ég er að hlusta á Sverri Stormsker.

  • Ég er ekki lengur að hlusta á Sverri Stormsker

  • Hæfileiki minn til að skrifa samfelldan texta virðist ekki vera vaknaður ennþá.
  • föstudagur, janúar 14

    Breyting til batnaðar



    Það virðist ganga frábærlega að taka upp heilbrigðari svefnvenjur nú á nýju ári...

    mánudagur, janúar 3

    Heimsborgarinn rumskar við sér



    Ég vil vekja athygli á að heimsborgarinn sjálfur hefur hafist handa við skrif á nýjan leik. Skrif hans má finna á http://heimsborgarinn.blogspot.com og er mælst til þess að allir kynni sér þann fróðleik sem hann býr yfir.