þriðjudagur, janúar 24

Leikarablogg

Ólafía Hrönn Jónsdóttir er með allra leiðinlegustu og ofmetnustu leikkonum landsins. Hvert hlutverk sem henni tekst að krækja sér í er einu hlutverki of mikið.

Út yfir allan þjófabálk tók frammistaða hennar í nýafstöðnum áramótasora en að Eddu Björgvinsdóttur sem er leiðinlegasta leikkona landsins kenni ég henni að miklu leyti um. Nú áðan kveikti ég á sjónvarpinu og þar birtist smettið á henni um leið og mynd kom á skjáinn. Nýjasta nýtt hjá henni er víst að leika í íslensku glæpaþáttaröðinni (eða hvað sem þetta er) en með snarræði tókst mér að stökkva á fjarstýringuna og skipta um stöð. Tókst mér þannig að bjarga geði mínu það sem eftir lifir kvölds en til að losa mig við uppsafnaðan pirring í garð hennar ákvað ég að rita þessa færslu hér inn.

Ég bið loks Kára afsökunar á því að hafa ekki skrifað meira í færslu mína um Lenny Kravitz. Í von um fyrirgefningu hef ég því ákveðið að birta skrif hans sem sögðu allt sem ég hefði viljað segja:

,,Lenny er með tilgerðarlega rödd og hárið á honum verður ljótara með hverjum deginum sem líður. Eftir lag með honum er heimskur almúginn uppveðraður af hversu góður gítarleikari hann er en það er bara alls ekki rétt. Þetta eru heyrnhverfingar. Þetta er rugl. Þetta er kúkur. Og kona á trommur? Hún getur ekki hamrað húðir, ætli hún sé ekki of upptekin við að hamra Lenny.”

Kannski svona fyrir utan trymbilkonuna. Hann má eiga það skuldlaust...

Engin ummæli: