
en hvað er fokking málið með þetta hæp?
Það er á tímum sem þessum þegar maður leyfir sér að álykta að tónlistarheimurinn hafi tekið hraðbyra stefnu niður á við sem ekki sér fyrir endann á, nákvæmlega 25 árum áður en þetta er ritað...

Hið eina sem hægt er að gera í stöðunni er að setja verk Meistarans annað hvort undir nálina eða yfir geislann, og finna fróun í því að eftir 25 ár mun enginn minnast útgáfuafmælis alls þess sora sem tröllríður íslensku tónlistarsamfélagi nú á dögum. Þess í stað verður minnst með sorg í hjarta að 50 ár eru síðan að blómagarður vestrænnar dægurtónlistar varð síns fegursta blóms fátækari.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli