laugardagur, september 17

Fullkominn endir...

...á góðu djammi er að vakna og finna fyrir stóra, kalda, tveggja lítra kók inni í ísskáp. Sem er einmitt það sem ég gerði rétt í þessu. Ljúft.

Annars var haldið í ansi hreint hressilega vísindaferð í gær sem endaði með því að ferðalangar rúlluðu sér eftir gólfinu út. Klukkan sjö um kvöldið. Olli það því að ég sannfærðist enn frekar að íslenska leiðin til að djamma er einkar heimskuleg, það að fara niður í bæ klukkan tvö að nóttu og hanga þar til sex að morgni er álíka gáfulegt og e-ð sem er mjög heimskulegt. Þess í stað voru nú allir komnir niður í bæ klukkan hálfellefu (margir jafnvel fyrr) og fólk komið upp í rúm ekki seinna en þrjú hálffjögur. Og svo var vaknað klukkan 10 í morgun og farið að reikna. Eða ekki...


Nýju föt keisarans afhjúpuð: Ólíver sökkar, asnaðist loksins inn á hann í gær og geri það líklegast aldrei aftur...

Engin ummæli: