Ok, ég viðurkenni það.
Það var ég sem kom þessum tölvupóstum frá Jónínu til Fréttablaðsins...
P.s. ég er að vinna í þessum klukkmálum...
sunnudagur, september 25
föstudagur, september 23
miðvikudagur, september 21
Smá misskilngingur
Eftir að hafa lifað í misskilningi í allt sumar hef ég loksins sætt mig við það að það eru ekki Strumparnir sem slógu í gegn með laginu Lonely heldur bara e-r annar gaur. Fullkomin endurkoma Strumpanna í huga mínum var því á sandi byggð...
Meðfylgjandi er myndræn skýring fyrir þá sem féllu í sömu gryfju og ég...
≠
Meðfylgjandi er myndræn skýring fyrir þá sem féllu í sömu gryfju og ég...
≠
laugardagur, september 17
Fullkominn endir...
...á góðu djammi er að vakna og finna fyrir stóra, kalda, tveggja lítra kók inni í ísskáp. Sem er einmitt það sem ég gerði rétt í þessu. Ljúft.
Annars var haldið í ansi hreint hressilega vísindaferð í gær sem endaði með því að ferðalangar rúlluðu sér eftir gólfinu út. Klukkan sjö um kvöldið. Olli það því að ég sannfærðist enn frekar að íslenska leiðin til að djamma er einkar heimskuleg, það að fara niður í bæ klukkan tvö að nóttu og hanga þar til sex að morgni er álíka gáfulegt og e-ð sem er mjög heimskulegt. Þess í stað voru nú allir komnir niður í bæ klukkan hálfellefu (margir jafnvel fyrr) og fólk komið upp í rúm ekki seinna en þrjú hálffjögur. Og svo var vaknað klukkan 10 í morgun og farið að reikna. Eða ekki...
Nýju föt keisarans afhjúpuð: Ólíver sökkar, asnaðist loksins inn á hann í gær og geri það líklegast aldrei aftur...
Annars var haldið í ansi hreint hressilega vísindaferð í gær sem endaði með því að ferðalangar rúlluðu sér eftir gólfinu út. Klukkan sjö um kvöldið. Olli það því að ég sannfærðist enn frekar að íslenska leiðin til að djamma er einkar heimskuleg, það að fara niður í bæ klukkan tvö að nóttu og hanga þar til sex að morgni er álíka gáfulegt og e-ð sem er mjög heimskulegt. Þess í stað voru nú allir komnir niður í bæ klukkan hálfellefu (margir jafnvel fyrr) og fólk komið upp í rúm ekki seinna en þrjú hálffjögur. Og svo var vaknað klukkan 10 í morgun og farið að reikna. Eða ekki...
Nýju föt keisarans afhjúpuð: Ólíver sökkar, asnaðist loksins inn á hann í gær og geri það líklegast aldrei aftur...
föstudagur, september 16
Til þeirra er málið varða
Þeir sem vilja vita hvernig það er að hafa talað við Mercury verðlaunahafa...
...geta fengið að vita það hjá mér.
...geta fengið að vita það hjá mér.
sunnudagur, september 11
Þakkir
Ég ætla að þakka þér óþekkti maður sem splæsti Grjónagrautsskoti á mig, Harald, Friðrik og Hermann á Ara í Ögri í gær.
Grjónagrautsskot eru helvíti góð fyrir þá sem ekki vissu...
Kosningaloforð 2: Ef ég næ kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ég koma því í lög að áfengisskattur verður felldur niður á það áfengi sem
áætlað er að nota á flokksskemtunum. Þegar fría áfengið rennur til þurrðar í partýunum sem ég ætla að halda (sem á að sjálfsögðu aðeins eftir að gerast í undantekningatilfellum, ætíð verður nóg af fríu áfengi keypt) verður því hægt að kaupa bjórinn á 50 kall, þökk sé Flokknum.
Grjónagrautsskot eru helvíti góð fyrir þá sem ekki vissu...
Kosningaloforð 2: Ef ég næ kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ég koma því í lög að áfengisskattur verður felldur niður á það áfengi sem
áætlað er að nota á flokksskemtunum. Þegar fría áfengið rennur til þurrðar í partýunum sem ég ætla að halda (sem á að sjálfsögðu aðeins eftir að gerast í undantekningatilfellum, ætíð verður nóg af fríu áfengi keypt) verður því hægt að kaupa bjórinn á 50 kall, þökk sé Flokknum.
fimmtudagur, september 8
Kosningaloforð
Þó að enn séu nokkrar vikur í fyrirhugaðan landsfund Sjálfstæðisflokksins hef ég engu að síður hafið kosningabaráttu mína og ætla að birta kosningaloforð hér á síðunni jafnt og þétt eftir því sem nær dregur kosningum. Það er því ekki úr vegi að gauka að eins og einu góðu loforði, en ef ég næ kjöri lofa ég...
Fullt, fullt af bjórkvöldum fyrir alla sem eru í flokknum! Ásamt geðveikum böllum og sjúku stemmói!
Fullt, fullt af bjórkvöldum fyrir alla sem eru í flokknum! Ásamt geðveikum böllum og sjúku stemmói!
miðvikudagur, september 7
Spurning
Einhverjir fleiri en ég sem eru að pæla í að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðismanna svona upp á flippið?
fimmtudagur, september 1
Pólitík
Mikið hefur nú verið skeggrætt um framboð Gísla Marteins í efsta sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna og sýnist sitt hverjum. Ljóst er að skelfing hefur gripið um sig í brjósti þeirra flokka er áður stóðu að Reykjavíkurlistanum enda ekki heiglum hent að etja kappi við jafnvinsælan og frægan einstakling og Gísli Marteinn hlýtur að teljast. Eldri borgarar þeir sem ekki eiga eftir að gefa honum atkvæði sitt í borgarstjórnarkosningunum ef hann sigrar prófkjörið sem allar líkur benda til, enda býr Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yfir álíka kjörþokka og brotinn múrsteinn, eru teljandi á fingrum annarrar handar manns sem missti þrjá fingur í vinnuslysi auk þess sem að gegnsýrðir sjónvarpsáhorfendur af yngstu kynslóð kjósandi eiga eftir að kjósa síbrosandi fíflið sem áreitt hefur augu þeirra trekk í trekk síðastliðna misseri.
Víst má telja að vinstrimenn þurfa nýjar áherslur ef þeir ætla sér að eiga roð í Gísla og glottið hans og vil ég því koma með eftirfarandi ábendingar handa þeim sem eru í innstu koppum stjórnmálaflokka og lesa þetta blogg:
*Samfylkingin: Dagurinn sem að nokkur heilvita maður mun kjósa Steinunni Valdísi eða Stefán Jón sem borgarstjóra verður dagurinn sem að Logi Bergmann hermir eftir fatavali Vilhjálms Alvars en ekki öfugt. Það er meiri skortur á kjörþokka samankominn í þeim tveimur en öllum samansöfnuðum brauðskorti í sögu Sovétríkjanna. Nei nei nei, þetta mun aldrei ganga. Það er aðeins einn maður sem býr yfir því sem þarf til að sigra Gísla Martein og ég veit hver það er. Af einstakri miskunnarsemi ætla ég að deila með lesendum hver sá maður er, en það er að sjálfsögðu enginn annar en....
HEMMI GUNN!
Ljóst er að sérhverjum stjórnmálaflokki er mikill fengur í sjálfum keisara íslenskrar afþreyingar og munu fleiri mæta á sérhvern kosningafund með Hemma Gunn en á tónleika Metallica á sínum tíma. Hemmi á margt góðra vina sem gætu hjálpað honum í kosningabaráttunni, Rúnar Júl gæti mætt sem leynigestur með bassann sinn og Dengsi gæti komið og gefið börnunum sælgæti. Gleði og glens mun skína af stefnuskrá Samfylkingarinnar og þegar Hemmi næði kjöri sem borgarstjóri mun hann ná fram einstaklega góðum samningum við ríkisstjórnina um skiptingu tekna enda alþekkt að enginn getur sagt nei við hlátrinum hans Hemma. Sérhverjum borgarstjórnarfundi mundi svo ljúka á því að Hemmi kæmi með kveðjuna frægu, "Verið hress, ekkert stress, bless" og útvarp borgarstjórn mundi bola öllum öðrum útvarpsstöðvum af vinsældarlistum. Hreint með ólíkindum er að enginn hafi komið fram á opinberum vettvangi og viðrað þessa hugmynd og hygg ég á að senda hana til fjölmiðla við fyrsta tækifæri.
*Vinstri Grænir: Sorrý Árni, en þetta er ekki að fara að ganga. Hér þarf virkilega á að halda mönnum sem kunna að kitla hláturtaugarnar því að stefnumálin gera það sjaldnast. Sprelligosa er þörf og það hina einu sönnu...
RADÍUSBRÆÐUR
(Því miður fann ég ekki mynd af Davíði Þór Jónssyni, þess í stað setti ég inn mynd af bjór eins og glöggir lesendur hafa vonandi tekið eftir...)
...munu svara kallinu. Meðlimir Radíusbræðra hafa sýnt það að þeir eru ábyrgir þjóðfélagsþegnar og Davíð Þór Jónsson getur kjaftað hvern sem er til án þess að hafa mikið fyrir því. Auk þess prýðir höfuð Steins Ármanns mikið rautt hár sem aldrei hefur verið talinn löstur á gallhörðum vinstrimönnum og því eru Radíusbræðurnir augljós kostur fyrir flokk sem þarf að sanna sig í næstu kosningum.
Framsóknarflokkurinn: Við þessu síðasta vígi bændamenningarinnar á Íslandi blasir ekkert við nema dauði ef ekki verður gripið til aðgerða skjótt. Frekar mundi ég vilja eyða ævi minni á eyðieyju með 15 diskum af Greatest Hits með Limp Bizkit en Alfreði Þorsteinssyni enda löngum verið talinn leiðinlegasti maður í sögu mannkyns. Mikill skaði er nú þegar skeður og það er aðeins einn maður sem getur sparslað upp í sprungurnar í sál þessa fornfræga flokksins. Sá maður er að sjálfsögðu...
ÓMAR RAGNARSSON
Ómar hefur í gegnum tíðina verið óskabarn allrar þjóðarinnar og gamanvísur hans ættu að geta kveðið í kútinn alla mótspyrnu sem hægri menn eiga eftir að veita í kosningabaráttunni. Ómar þarf ekki annað en að hreyfa varirnar í sundur til að láta alla þá sem viðstaddir eru engjast um að hlátri og ein níðvísa í garð Gísla Marteins gæti gengið að kosningabaráttu hans dauðri. Ómar getur dansað og trallað lengur en Riverdanceflokkurinn á kókaíni auk þess sem að barnalög hans hafa innprentað í hug allrar íslensku þjóðarinnar að hann sé sá eini sem viti hvað hann syngur. Ómar Ragnarsson er verðugur kostur.
Ljóst er að ef flokkarnir mundu fara eftir þessum snilldarlegu hugmyndum mínum yrði hættunni af því að fá trúð sem borgarstjóra klárlega aflýst og í stað hans mundi koma landslið íslenskra skemmtikrafta og allir mundu hafa gaman af. Opnuð yrðu leikhús út um hvippinn og hvappinn þar sem upprennandi skemmtikraftar fengu færi á að sýna listir sínar, engum mundi leiðast að sitja fastur í umferðinni því að útvörpun borgarstjórnafunda ylli því að fólk óskaði þess að lenda á rauðu ljósi og lengja þar með bílferðinni og á menningarnótt þyrfti ekki einu sinni að ráða skemmtikrafta því að þeir sætu hvort eð er allir í borgarstjórn. Mín leið er sú eina rétta og ef ekki verður farið eftir þessu, þá eru viðkomandi flokkar skipaðir eintómum hálfvitum.
Að lokum ætla ég rétt að vona að enn leynist úti í hinum stóra heimi dyggir lesendur, annars eyddi ég þremur korterum af nóttinni í meira rugl en ég vil gera mér í hugarlund. Ég þakka öllum þeim sem lásu þessa grein til enda og vona að ég muni sjá mér fært um að henda inn færslum af og til í vetur. Og ef þið kommentið ekki neyðist ég til að slá ykkur með hafnaboltakylfu í hnakkann...
Víst má telja að vinstrimenn þurfa nýjar áherslur ef þeir ætla sér að eiga roð í Gísla og glottið hans og vil ég því koma með eftirfarandi ábendingar handa þeim sem eru í innstu koppum stjórnmálaflokka og lesa þetta blogg:
*Samfylkingin: Dagurinn sem að nokkur heilvita maður mun kjósa Steinunni Valdísi eða Stefán Jón sem borgarstjóra verður dagurinn sem að Logi Bergmann hermir eftir fatavali Vilhjálms Alvars en ekki öfugt. Það er meiri skortur á kjörþokka samankominn í þeim tveimur en öllum samansöfnuðum brauðskorti í sögu Sovétríkjanna. Nei nei nei, þetta mun aldrei ganga. Það er aðeins einn maður sem býr yfir því sem þarf til að sigra Gísla Martein og ég veit hver það er. Af einstakri miskunnarsemi ætla ég að deila með lesendum hver sá maður er, en það er að sjálfsögðu enginn annar en....
HEMMI GUNN!
Ljóst er að sérhverjum stjórnmálaflokki er mikill fengur í sjálfum keisara íslenskrar afþreyingar og munu fleiri mæta á sérhvern kosningafund með Hemma Gunn en á tónleika Metallica á sínum tíma. Hemmi á margt góðra vina sem gætu hjálpað honum í kosningabaráttunni, Rúnar Júl gæti mætt sem leynigestur með bassann sinn og Dengsi gæti komið og gefið börnunum sælgæti. Gleði og glens mun skína af stefnuskrá Samfylkingarinnar og þegar Hemmi næði kjöri sem borgarstjóri mun hann ná fram einstaklega góðum samningum við ríkisstjórnina um skiptingu tekna enda alþekkt að enginn getur sagt nei við hlátrinum hans Hemma. Sérhverjum borgarstjórnarfundi mundi svo ljúka á því að Hemmi kæmi með kveðjuna frægu, "Verið hress, ekkert stress, bless" og útvarp borgarstjórn mundi bola öllum öðrum útvarpsstöðvum af vinsældarlistum. Hreint með ólíkindum er að enginn hafi komið fram á opinberum vettvangi og viðrað þessa hugmynd og hygg ég á að senda hana til fjölmiðla við fyrsta tækifæri.
*Vinstri Grænir: Sorrý Árni, en þetta er ekki að fara að ganga. Hér þarf virkilega á að halda mönnum sem kunna að kitla hláturtaugarnar því að stefnumálin gera það sjaldnast. Sprelligosa er þörf og það hina einu sönnu...
RADÍUSBRÆÐUR
(Því miður fann ég ekki mynd af Davíði Þór Jónssyni, þess í stað setti ég inn mynd af bjór eins og glöggir lesendur hafa vonandi tekið eftir...)
...munu svara kallinu. Meðlimir Radíusbræðra hafa sýnt það að þeir eru ábyrgir þjóðfélagsþegnar og Davíð Þór Jónsson getur kjaftað hvern sem er til án þess að hafa mikið fyrir því. Auk þess prýðir höfuð Steins Ármanns mikið rautt hár sem aldrei hefur verið talinn löstur á gallhörðum vinstrimönnum og því eru Radíusbræðurnir augljós kostur fyrir flokk sem þarf að sanna sig í næstu kosningum.
Framsóknarflokkurinn: Við þessu síðasta vígi bændamenningarinnar á Íslandi blasir ekkert við nema dauði ef ekki verður gripið til aðgerða skjótt. Frekar mundi ég vilja eyða ævi minni á eyðieyju með 15 diskum af Greatest Hits með Limp Bizkit en Alfreði Þorsteinssyni enda löngum verið talinn leiðinlegasti maður í sögu mannkyns. Mikill skaði er nú þegar skeður og það er aðeins einn maður sem getur sparslað upp í sprungurnar í sál þessa fornfræga flokksins. Sá maður er að sjálfsögðu...
ÓMAR RAGNARSSON
Ómar hefur í gegnum tíðina verið óskabarn allrar þjóðarinnar og gamanvísur hans ættu að geta kveðið í kútinn alla mótspyrnu sem hægri menn eiga eftir að veita í kosningabaráttunni. Ómar þarf ekki annað en að hreyfa varirnar í sundur til að láta alla þá sem viðstaddir eru engjast um að hlátri og ein níðvísa í garð Gísla Marteins gæti gengið að kosningabaráttu hans dauðri. Ómar getur dansað og trallað lengur en Riverdanceflokkurinn á kókaíni auk þess sem að barnalög hans hafa innprentað í hug allrar íslensku þjóðarinnar að hann sé sá eini sem viti hvað hann syngur. Ómar Ragnarsson er verðugur kostur.
Ljóst er að ef flokkarnir mundu fara eftir þessum snilldarlegu hugmyndum mínum yrði hættunni af því að fá trúð sem borgarstjóra klárlega aflýst og í stað hans mundi koma landslið íslenskra skemmtikrafta og allir mundu hafa gaman af. Opnuð yrðu leikhús út um hvippinn og hvappinn þar sem upprennandi skemmtikraftar fengu færi á að sýna listir sínar, engum mundi leiðast að sitja fastur í umferðinni því að útvörpun borgarstjórnafunda ylli því að fólk óskaði þess að lenda á rauðu ljósi og lengja þar með bílferðinni og á menningarnótt þyrfti ekki einu sinni að ráða skemmtikrafta því að þeir sætu hvort eð er allir í borgarstjórn. Mín leið er sú eina rétta og ef ekki verður farið eftir þessu, þá eru viðkomandi flokkar skipaðir eintómum hálfvitum.
Að lokum ætla ég rétt að vona að enn leynist úti í hinum stóra heimi dyggir lesendur, annars eyddi ég þremur korterum af nóttinni í meira rugl en ég vil gera mér í hugarlund. Ég þakka öllum þeim sem lásu þessa grein til enda og vona að ég muni sjá mér fært um að henda inn færslum af og til í vetur. Og ef þið kommentið ekki neyðist ég til að slá ykkur með hafnaboltakylfu í hnakkann...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)