laugardagur, júlí 30

Abending

http://platzmo.blogspot.com er vist heitasta sidan i bænum i dag (skv. Her&nu og Hus og hibyli).

miðvikudagur, júlí 27

Ef það hefur einhvern tímann verið tilefni...

...til að vitna í hina stórgóðu diskóhljómsveit The Pointer Sisters, þá er það núna.


(The Pointer Sisters á góðri stundu í góðu glensi)

"I'm so excited and I just can't hide it
I'm about to lose control and I think I like it"

Farinn á Interrail, þið verðið að reyna að skemmta ykkur næsta mánuðinn án mín...

fimmtudagur, júlí 14

Rostungurinn veðjar á tónlist

Ég býð hér með lesendum í veðmál. Ég er tilbúinn til að veðja bjór á á að lagið Forever Lost með hljómsveitinni The Magic Numbers eigi eftir að slá í gegn á næstunni. Lagið hef ég gert aðgengilegt hérna.

Einhverjir þarna úti sem taka þessu veðmáli?

miðvikudagur, júlí 13

Yfirlýsing

Hér með lýsi ég því yfir að ég ætla ekki að kaupa neinar stórar verslunarkeðjur næstu sex mánuðina.

þriðjudagur, júlí 12

Magnaðir tónleikar

Já, ég fór á Antony & the Johnsons í gær og þeir voru magnaðir.
Já, ég tók í höndina á honum eftir tónleikana.
Já, ég átti spjall við hann eftir tónleikana.
Já, ég er ekki enn búinn að komast yfir það...

þriðjudagur, júlí 5

Nýr dagskrárliður

Hér með kynni ég nýjan dagskrárlið: Rostungurinn kemur með tónlistarskúbb.

Í þessum dagskrárlið hyggst ég vekja athygli á öllu því merkilega sem ég fatta þegar ég hlusta á tónlist, enda um auðugan garð að gresja til bloggfærslusköpunar. Enginn er óhultur, skögultennur Rostungsins hlífa engum, hvorki góðum né slæmum. Líta má á fyrri tónlistarskúbb sem ég hef skrifað sem upphitun fyrir þetta og ef ég hef ekkert betra að gera mun ég e.t.v. leita í gömlum færslum að gömlu skúbbi.

Hefst þá skúbbunin.

Skúbb 1: Lagið Float on með Modest Mouse fékk mikla útvarpsspilun á sínum tíma og töldu margir hana verðskuldaða. Lagið innihélt skemmtilegan takt sem þótti frumlegur og varð lagið því þokkalega vinsælt. Það sem hlustendur vissu hins vegar ekki var að taktinum úr laginu er stolið úr laginu Superstition með Stevie Wonder!

Skúbb 2: Það virðist vera fátt sem hljómsveitir á borð við Interpol og The Bravery eru að gera núna sem Joy Division gerði ekki fyrir 25 árum síðan!

Skúbbun lokið.

Jæja kæru lesendur. Sammála eða ósammála? Er ég skúrkur eða hetja? Tjáið ykkur í athugasemdakerfið og ég mun ákveða hvort þið fáið að synda með Rostungnum eða ég bíti ykkur.

Jæja

Umfjöllun um langalangafa hverra fleiri er á Wikipedia?