þriðjudagur, maí 9

Spurningar tvær

hafa brunnið á mér síðustu vikur.

1. Man einhver annar en ég eftir sunnudagsjógúrtinni sem átti sitt blómaskeið e-s staðar í kringum 1989 ef mig misminnir ekki?

2. Afhverju eru almannavarnaflauturnar ekki lengur prófaðar eða er ég farinn að heyra svona illa?

laugardagur, maí 6

Þakkir

Eftirtaldir aðilar fá þakkir ef ég fell á einhverju prófi nú í vor:

* Kjaftaklúbburinn hjá verkfræðistelpunum í VR-II
* Krakkarnir við hliðina á mér sem annað hvort djöflast á trampólíni eða djöflast á píanói. Þessu linnir aldrei
* Krakkarnir í blokkini á móti mér sem eru búin að leyfa mér að njóta æfinga sinna í að dripla körfubolta.

Takk fyrir.